sunnudagur, apríl 30, 2006
Mánuður til stefnu
Eftir mánuð verður kominn 30. maí. 30. maí er flottasta dagsetning í heimi. Þá á ég afmæli. Þá verður gaman. Þá fæ ég bílpróf. Vúúú
Í gær lagði ég land undir fót og skellti mér í sveitna. Nánar tiltekið á Hvanneyri, þar sem systir mín stundar nám við Landbúnaðarskólann. Já, hún er nörd. Nörd sem býr á Hvanneyri og drekkur Sódastream og Boost.
Það gerðist nú ekki mikið þar eins og svo oft úti á landi. Svo á leiðinni til baka var ég vitni að meti. Met þetta sló lítil stúlka sem grenjaði alla leiðina frá Hvalfjarðagöngunum og upp í Breiðholt. Það eina sem komst fyrir í hugsunum mínum var MUST KILL BABY, MUST KILL BABY, MUST ... KILL .....
Ég drap samt ekki þennan útsendara djöfulsins heldur notaði grenj-blokk tæknina mína sem ég hef þróað með mér þar sem móðir mín starfandi dagmóðir.
Ég nenni ekki að skrifa meira ... Sims er að kalla á mig
Tinna - Leti er lífstíll
tisa at 22:18
0 comments
föstudagur, apríl 28, 2006
Morgunblogg
Jæja, nú er ég vöknuð eldsnemma og er að sjálfsögðu sest við skjáinn. Seinasta blogg var frekar tíðindalaust og ég er ekki bjartsýn á þetta. Ég þarf að fara í ævintýraleiðangur, bara til að geta bloggað. Þetta ævintýra má samt ekki krefjast hreyfingar eða peninga. Þarf að hugsa betur um þetta. Ég kláraði ökuskóla númer tvö í gærkvöld sem þýðir að ég sótt um ökuskírteini, sem þýðir að ég þarf að fara í passamyndatöku, en þetta þýðir að ég get tekið bóklega prófið, sem þýðir að get tekið verklega bílprófið, sem svo þýðir að ég get keypt mér bíl. Taumlaus gleði. Ég er ekki búin að ákveða hverning bíl ég mun koma til með að keyra en hann má ekki vera gulur, ekki vera station- eða pallbíll, og ekki kosta meira en 100.000. og helst ná upp í 90' módelið.... Ekkert mál að finna þannig bíl held ég. Ég er að fara í leikfimi eftir tuttugu mínútur. Leikfimitíminn fer fram á Café París og mun ég borða þar. Ég er ekkert það mikið á móti leikfimi lengur. Death to leikfimi áætluninni minni hefur verið frestað og í staðinn hrindi ég af stað DDD Planinu eða Deyðu Danska Deyðu Planinu. Þið veltið kannski fyrir ykkur hvernig ég hyggst ætla að drepa heilt tungumál ... Fylgist með á miðnætti þriðja sunnudags maímánaðar.
Ég man ekki eftir neinu sem er búið að gerast. Það kemur aldrei neitt fyrir mig, ég hef líka bara einu sinni farið upp á Slysó. Það var á Blönduósi. Ég var að leika mér að hoppa ofan af eldgamallali kistu og lenda á dínu, það var ógeðslega gaman. Svo þegar ég ætlaði að klifra upp á kistuna aftur flæktist ég í stól og datt á kistuna, eða datt með ennið á lykilinn á kistunni sem stóð út. Lykillinn brotnaði á þessari 100 ára kistu held ég. Það kom blóð. Það þurfti að sauma eitt spor.
Þetta var sjúkrasaga mín yfir 17 ár. Ég er mjög varkár manneskja að eðlisfari. Ég hreyfi mig sem minnst og ég hef líka aldrei slasað mig. Leti borgar sig margfalt, nema þegar ég svöng.
Hey, ég fór í klippingu og klippti allt hárið mitt af. Það er farið, það er ekki þarna lengur. Ég gæti verið að ýkja smá, en það nær allavega ekki niður á axlir. Pabbi minn sá engan mun. Pabbi minn er ekki í náðinni lengur. Pabbi hans Magga átti hins vegar í basli með að halda niður í sér hlátrinum.
Tinna - Leti er lífstíll (Ég skrifaði í alvörunni óvart leikfimi í staðinn fyrir leti)
tisa at 09:01
8 comments
sunnudagur, apríl 23, 2006
.....
Ég er einungis að blogga af skyldurækni. Ég hef ekkert að segja. Vandræðaleg þögn. . . . . . Jú það er ennþá þögn. Tinna - Leti er lífstílltisa at 21:22
2 comments
fimmtudagur, apríl 20, 2006
Summertime
Það er komið sumar. Það er ekki komið sumarfrí. Ein ekki sátt. Ég byrjaði sumarið á allsherjabíltúr með engri annarri en Esther gæðabílstjóra. Bíltúrinn náði alla leið upp í Heiðmörk þar sem ég fékk unglingavinnu-flashback. Við keyrðum yfir brúna sem allir stukku niður af, og fram hjá göngustígnum sem ég var að leggja, og fram hjá "ljónagryfjunum"... Já, hver man ekki eftir því þegar slegið var met í því hve margir komast í einar hjólbörur og þegar sumir sem heita Maggi stórslasaði örvhentu stelpuna með hjólbörum. Ahh, those were the days. Já, Maggi hættu í Hagkaup, appelsínugult er ekki þinn litur. Hættu NÚNA! Er að spá að finna mér eitthvað einhverft að gera, ætti ekki að vera erfitt. Tinna - Leti er lífstílltisa at 19:44
5 comments
mánudagur, apríl 17, 2006
Búðu þig undir kast. Hláturskast...
Þetta finnst mér svo æðislega fyndið. Ég er með mjög háþróaðan húmor. Ef þú ert líka með háþróaðan húmor ertu um það bil að fara að deyja núna.Úr hlátri.
Meira HÉR ... afhverju var ég ekki búin að uppgvöta þetta fyrr. Það er eins og einhver hafi tekið hugsanir mínar og búið til teiknimyndasögu úr þeim.
Annars er ég komin í páskafrí núna. Engin vinna þar til á sunnudaginn. Já, ég er búin að nýta fríið til hins ýtrasta og ég er ekki að tala um heimalærdóm heldur vinna. Ég vann meira að segja á páskadag! og föstudaginn langa! og laugardaginn þar á milli! og meira svo! Það versta við að vinna á Hrafnistu er að það lokar aldrei á hátíðsdögum, en aftur móti var ég á 90% álagi þannig ég kvarta ekki. Svo er ég að búast við launahækkun á næsta leiti... verkföll og allur pakkinn annars.
Afraksturinn af þessu öllu saman mun svo koma í ljós eftir sex vikur þegar ég verð keyrandi um á bílnum mínum, hlæjandi að ykkur hinum út í strætóskýli. Haha mun ég segja og aka svo á vit ævintýranna.
Hef ég einhverntíman minnst á það að mamma er dagmamma?
Mæli ekki með því.
Ein enn í lokin
Tinna - Leti er lífstíll
tisa at 22:27
2 comments
fimmtudagur, apríl 13, 2006
Frægur?
Páskar og páskegg.
Eintóm gleði.
Svo dey ég.
Ofát sko.
Áts ...
Ég var að einhverfast (eins og svo oft áður) á einhverri síðu sem segir manni hverjum maður er líkastur úr heimi stjarnanna .....
Og hverjum er ég líkust?
Það komu nú nokkur fræg andlit en ég skellti nokkrum myndum inn og það sem kom oftast var að ég er líkust Natalie Portman og
Jessicu Alba.
Ég er mjög sammála, sjáiði bara 75% Alveg eins
Reyndar kom þetta upp líka ....
Eminem
En þekkið mig nú, ég er mun einhverfari en þetta. Ég fór að gá hverjum þið líkist!!!
Allavega þið sem ég á mynd af...
Ásgerður ... Þetta kom oftast af nokkrum myndum
Stunning!!! Corteney Cox og Kim Catrall
Margrét Ég myndi nú gefa mikið til að líkjast Shahrukh Khan!
Erla sösterErla hefur oft lent í misskilningi út af þessu .... David Hasselhoff og meistari Nick Cave
Maggi BenJebb, kærastinn minn sko. Sorry stelpur ég veit þið viljið hann....... Sir Prince William og Leonardo vinur okkar
Maggi Dan Síðan lýgur ekki ... Prince og Alice Cooper
Esther Christina Ricci, Hillary Duff og þarna Ron
Esther bara sko að segja þér að Christina Ricci deitaði Johnny Depp .... ó já
Ég nenni ekki meira en ef ég hef vanrækt þig þá getur maður gert þetta sjálfur inn á
ÞESSU ...
Ég ætla ekki að reyna að mótmæla einhverfu minni.
Farin að drepa mig úr ofáti .... Gleðilega páska
Tinna - Leti er lífstíll
tisa at 19:28
4 comments
sunnudagur, apríl 09, 2006
Ömurlegheit
Þessi dagur má brenna í helvíti og ætti að taka hann út af dagatalinu! Ömuuuuurlegt Mínusar dagsins
Þurfti að vakna klukkan sjö, sem ætti að vera ólöglegt á sunnudegi...-1 stig Þurfti að fara að vinna í átta tíma...-1 stig Ég var í fínu flatbotnaskónum mínum og þeir skemmdu á mér lappirnar...-1 stig Öll vinnufötin voru búin, ég þurfti að vera í svo þröngum buxum að þær skáru mig í tvennt...-2 stig Ég var svo að vinna tólf tíma vakt...-5 stig Ég hellti niður mjólk, rjóma, salatbar, sjóðandi vatni, kaffi, hafragraut og aftur mjólk...-5 stig Ég fékk hælsæri, verk í iljarnar, lappirnar og bakið og skar mig í lófan...-10 stig Ég þurfti að vaska upp mér skurð í lófa...-3 stig Ég var fyrst að vinna með konu sem ég skil ekki, svo með stelpu sem var meidd á hendi og gat ekki unnið...-5 stig Ég gat ekki farið beint heim að kúra djúsí rúminu hans Magga því hann tekur litla danska frænda sig fram yfir mig...-200 stig Plúsar dagsins ............... Ætla að láta pirr mitt bitna á Ásgerði. Tinna - Leti er lífstíll
tisa at 22:18
5 comments
laugardagur, apríl 08, 2006
Það er svo gaman að vera ég
Páskafrí at last.Markmið:Slá met í að sofaSlá met í að borða páskaeggBúið, þetta er nóg til fylla eitt stk. páskafrí.En annars er nákvæmlega ekkert að gerast. Alls ekkert. Vá hvað ég er boring...Ég hef ekkert að segja. . . Ég upplifi aldrei neitt skemmtilegt.Djók.Ég geri bara skemmtilega hluti. Að mínu mati allavegana.Listi yfir skemmtilega hluti sem ég hef gert yfir líf mitt (valin atriði, ég skrifa ekki allt það myndi taka langan tíma):
Ég og Ásgerður stilltum sjónvarpið á MUTE og töluðum inn á
Ég og Esther ákváðum að elta einhverja gaura á Hondu á bílnum hennar
Ég fór í skallakeppni við Magga Dan ... og við rotuðums næstum því.
Ég var í leik sem kallast Quadra Pop á símanum og náði yfir 400.000 stigum.
Ég og Magga tókum einu sinni fötur og skóflur og börðum á fötunar meðan við gengum niður götuna og sungum Öxar við ána af öllum líf og sálar kröftum, í von um að fólk gæfi okkur pening
Ég keyrði næstum yfir pabba hans Magga
Ég og Esther fórum labbandi í bílalúgu
Ég fór í ruðning við mjög svo ölvaðan mann sem var þrítugur og samkynhneigður, hann rústaði mér.
Ég flúði úr leikfimi með því að hoppa út, en nennti ekki lengra en rétt út úr salnum, leikfimikennarinn fann mig...
Ég fór í Tívólí, bara til að fá mér Candy Flos
Ég sagði brandara um epli og tómat sem ég man ekki hvernig er og hló að sjálfri mér í klukkutíma.
Ég og Íris (sem er næstum því frænka mín) flokkuðum öll Trivial Pursuit spjölgin hennar, það er nefnilega tala neðst á hverju spjaldi.
Maggi dáleiddi hundinn sinn fyrir, það var mjög gaman. Hundurinn varð geðveikur og var gefinn stuttu seinna ...
Ég er kaldhæðin við fólk sem skilur ekki kaldhæðni, það er mjög gaman
Ég, Kristjana, Eva og Freyja tölum fyrir auglýsingamódel í tímaritum
Það er ógeðslega gaman að vera ég!
Tinna - leti er lífstíll
tisa at 21:48
4 comments
fimmtudagur, apríl 06, 2006
Afmæli .. Schmafmæli
Ég er búin að komast að því að það er stundum ömurlega pínlegt að eiga fyrirbæri sem kallast kærasti. Dæmi um það er að kærastar eiga jú afmælisdaga eins og flestir. Þá þarf þessi kærasta að gjöra svo vel að finna afmælisgjöf. Í þessu tilviki var það minn kærasti sem átti afmæli. Þá fannst mér ekki gaman. Ég fór tíu ferðir upp og niður Laugaveginn með blýþunga skólatösku í hríðinni. Ég eyddi heilum degi í Smárlindinni. Ég fór aftur á Laugaveginn. Ég fór í Kringluna með sömu þungu töskuna á ný.
...sökkar Öllum öðrum afmælum er hér með aflýst. Ég stóð úti í strætóskýli áðan. Sólin skein og það var logn, varla ský á himni. Svo fór að snjóa, en samt skein sólin og það var logn og varla ský á himni, en samt snjókoma, en samt sól. That's Iceland for ya. Tinna - Leti er lífstílltisa at 17:46
1 comments
laugardagur, apríl 01, 2006
Dugleg ég
ÉG TÓK TIL
Já þið lásuð rétt! Ég komst að því að ef öll fötin mín eru hrein í einu þá komast þau ekki inn í fataskápinn minn. Ég komst líka að því að ég var með 18 skópör í minni vörslu. Ég lét fögur flakka, ásamt heilum svörtun ruslapoka af fötum.Ég er svo stolt af mér, ég skúraði og skrapaði mygluna burt.Herbergið mitt glansar.Til hamingju ég.Vildi bara deila þessu með heiminum. Tinna - Leti er lífstílltisa at 22:04
0 comments
Dugleg ég
ÉG TÓK TIL
Já þið lásuð rétt! Ég komst að því að ef öll fötin mín eru hrein í einu þá komast þau ekki inn í fataskápinn minn. Ég komst líka að því að ég var með 18 skópör í minni vörslu. Ég lét fögur flakka, ásamt heilum svörtun ruslapoka af fötum.Ég er svo stolt af mér, ég skúraði og skrapaði mygluna burt.Herbergið mitt glansar.Til hamingju ég.Vildi bara deila þessu með heiminum. Tinna - Leti er lífstílltisa at 22:04
5 comments